mánudagur, 29. desember 2008

Gleðileg jól!!!

Píla á aðfangadag :)

sunnudagur, 28. september 2008

Niðurstöður úr prófinu komnar :)

Þá er það komið, ég fékk 10 á skriflega lokaprófinu og Píla fékk 9,9 á hlýðniprófinu :)
Ekkert smá flott hjá okkur, hehe :)

Þannig að núna er það bara veturinn, kannski mætum við eitthvað á æfingar hjá Dobermann Ísland eða gerum eitthvað annað skemmtilegt. Mig langar að fara með hana í hundafimi en sjáum til hvernig það fer :) Hún verður reyndar að vera orðin 1 árs, sem er reyndar bara eftir akkurat 4 mánaða þar sem skvísan er 8 mánaða í dag og er á miðju lóðeríi :)

Annars er ég búin að vera á hundasýningu HRFÍ alla helgina og það er búið að vera hrikalega gaman. Svo flottir hundar þarna að maður er alveg gapandi nánast :)

En annars er gott að frétta af henni Pílu, hún er alltaf jafn dugleg, er reyndar ekki ennþá farin að láta vita þegar hún þarf út svo ég þarf að fylgjast vel með henni en það kemur vonandi þegar hún verður eldri að hún fari að reka á eftir okkur að koma og hleypa henni út. Ég amk held í vonina því það er frekar þreytandi þegar hún pissar inni þó það sé ekki oft. Reyndar missir hún alltaf eitthvað þegar við komum heim og klöppum henni. Þá leggst hún á bakið og mígur pínu, ferlega pirrandi en ég tengi það samt bara við lóðaríið. Vonandi breytist þetta aftur þegar hún verður hætt að lóða :)

miðvikudagur, 17. september 2008

Píla gullverðlaunahafi :)

Við Píla kláruðum hundanámskeiðið í gærkvöldi sem við erum búnar að vera á síðustu 11 vikurnar (var sko frí í eitt skipti) en þetta voru 10 skipti. Gekk alveg rosalega vel og í gær var lokaprófið! Píla var prófuð í því að bíða sitjandi, standandi og liggjandi. Átti að bíða mislengi eftir því í hvaða stöðu hún var að bíða í. Litla skvísan stóð sig líka svona vel að það tókst allt í fyrsta skiptið. Svo átti hún að koma við innkall og labba við hæl. Hún gerði þetta allt eins og hún hefði aldrei gert annað og þegar ég var búin að taka krossaprófið þá fékk Píla verðlaunapening í verðlaun fyrir hvað hún stóð sig vel. Ásta Dóra veitir alltaf einum hundi í hverjum hópi viðurkenningu fyrir að standa sig vel og í okkar hópi var það hún Píla.



Við vorum að vonum voða stoltar og ánægðar með árangurinn og keyrðum glaðar heim :)
Hér kemur svo mynd af skvísunni með verðlaunapeninginn :)

Ég mæli 200% með henni Ástu Dóru í Gallerý voff, alveg snilldar námskeið sem var alveg ferlega skemmtilegt að vera á og fyrirlestrarnir voru mjög skemmtilegir og eftirminnilegir :)

mánudagur, 11. ágúst 2008

Píla litla duglega!!

Verð bara að segja frá því hvað hún Píla er dugleg. Hérna heima er sú regla að þegar hún er ekki að fara út og þá í taumi má hún ekki fara fram á gang. Það hefur verið alveg síðan hún kom hingað. Hún hlíðir því alveg ótrúlega vel nema hvað að í dag þá þurfti ég að fara aðeins niður og skyldi hurðina eftir opna og Píla litla var náttúrulega inni. Ég stoppaði smá stund á hæðinni fyrir neðan og spjallaði en aldrei kom Píla. Þegar ég svo fór upp aftur sat mín ekki bara róleg í dyragættinni, inní íbúðinni og beið eftir mér :) Ég var svo ánægð með hana að hún skyldi ekki reyna að koma! Þvílík snúlla. Fékk mikið hrós fyrir þetta :)

Svo var ég úti með hana áðan að labba og prufaði innkallið 2x og það gekk eins og í sögu í bæði skiptin. Get ekki sagt annað en ég að sé pínu montin af henni :) Svo er það bara áframhald á námskeiðinu annað kvöld. Það er alveg ferlega skemmtilegt :)

Þar til næst....

föstudagur, 8. ágúst 2008

Píla skráð í dag hjá Hafnarfjarðarbæ :)

Það er bara nauðsynlegt að skrá þetta niður. Ég sem sagt fór í dag og skráði Pílu hjá Hafnarfjarðarbæ þar sem ég fékk síðustu undirskriftina hjá íbúunum hér í blokkinni. Ég efaðist um að þessi dagur myndi nokkurn tímann renna upp en í gær kláraðist þetta og ég gat loksins skráð skvísuna. Mér líður svo miklu betur núna að hafa þetta bara allt á hreinu að það er alveg ótrúlegt :)

En annars gengur alveg rosa vel með hana, hún er rosa stillt og hlýðir bara ágætlega myndi ég segja. Við erum búin með 4 skipti á námskeiðinu, var sko frí síðasta þriðjudag eftir verslunarmannahelgina. Svo er Píla búin að vera helling með okkur fyrir austan í sumar og það er voða gaman að fá að hlaupa þar um en svo er hún líka í búrinu sínu sem ég bara tek með og svo stundum bundin.

Skelli vonandi fljótlega inn nokkrum myndum af fyrirsætunni :) Hún bara fríkkar með hverjum deginum. Í gærkvöldi var ég úti að labba með hana og þá var einn maður sem stoppaði bílinn sinn og renndi rúðunni niður og sagði mér hvað hún væri nú fallegur hundur :) Ég veit ekkert hver þetta var en hann greinilega vildi endilega segja mér þetta :) Ekki leiðinlegt það sko :)

En já, vonandi fljótlega myndir, þegar ég er ekki alveg að sofna ;)
kv. Íris og Píla :)

þriðjudagur, 15. júlí 2008

Grunnnámskeið :)

Þá er Píla litla byrjuð á námskeiði. Þegar við fengum hana 2 mánaða gamla, hringdi ég nánast strax og pantaði námskeið hjá henni Ástu Dóru í Gallerý Voff :) Svo í þar síðustu viku fékk ég sms um að nú væri komið að okkur og við gætum byrjað. Síðasta þriðjudag fórum við svo í fyrsta skiptið og í kvöld var annað skiptið. Verð bara að segja að þetta er hin mesta snilld! Ég er svo ánægð með hana Ástu Dóru, tekur vel á þessu, kennir manni vel og svo í bóklegu tímunum er hún svo mikil snilld, sýnir manni nákvæmlega hvernig hundarnir hugsa og leikræn tjáning hennar er algjört æði! Pílu gengur svona ágætlega. Ég hef notað síðustu viku ágætlega vel til að æfa hana í skipunum að setjast, leggjast og fara aftur upp í sitjandi stöðu. Hún er mjög treg að leggjast og enn tregari við að setjast upp aftur. En ég veit þetta kemur með æfingunni. Við æfðum innkallið í kvöld og það gekk bara fínt. Ég hef verið ágætlega dugleg við að sleppa Pílu lausri og kalla á hana reglulega og klappa henni fyrir að koma og svo sleppa henni aftur.

En jæja, bara smá fréttir. Hins vegar er Píla búin að vera svoldið með okkur í sveitinni sem er bara gaman að hafa hana þar. Reyndar má hún ekki vera laus en ég hef bara sleppt henni í smá stund til að leyfa henni að hlaupa en svo er hún í taum. Skelli inn smá myndum af skvísunni fyrir þá sem hafa áhuga ;)






miðvikudagur, 11. júní 2008

Verð bara að skella einni mynd inn :)

Vorum úti í labbitúr í gærkvöldi og ég var með myndavélina með. Var að fara að taka mynd af þessu blómi þegar Píla allt í einu var komin inní rammann svo ég smellti af. Fókusinn er þó ekki alveg eins og ég hefði viljað hafa hann en myndin er engu að síður skemmtileg :)

miðvikudagur, 4. júní 2008

Langur göngutúr!

Í gær fór Píla í frekar langan göngutúr. Við ákváðum að nýta góða veðrið og rölta niður í bæ og kíkja á endurnar á tjörninni hér í Hafnarfirði. Pílu fannst nú ekki leiðinlegt að rölta en var orðin svoldið þreytt þegar við vorum komin niður í bæ svo hún skoppaði bara undir vagninn og sat þar og fylgdist með :) Þegar við vorum komin að tjörninni var maður sem bara varð að koma því á framfæri hvað hún væri falleg og spurði hvort þetta væri stelpa eða strákur. Píla litla hefði þó helst viljað fá að hoppa út í tjörnina en hún fékk það ekki :) Var ekki alveg á því að vera með hana alveg rennandi blauta og hvað þá af tjarnarvatni, ekki geðslegasta vatn í heimi!

Annars gengur fínt með hana. Hún er alveg yndisleg og skemmtileg en hún er náttúrulega bara hvolpur svo það þarf að kenna henni ýmislegt og einnig að kenna öllum börnunum að umgangast hana rétt. Þetta verður rosa gott þegar hún verður fullorðin og börnin eldast líka :)

Annars tók ég bara enga mynd af skvísunni í gær svo það kemur ekki mynd núna en þegar ég er búin að kenna henni "kyrr" þá fer ég að smella meira af henni!

fimmtudagur, 29. maí 2008

Heiðmörk í gær :)

Við skruppum fjölskyldan í Heiðmörk í gær sem var alveg ofsalega gaman! Veðrið var alveg yndislegt og við löbbuðum helling um svæðið. Sáum reyndar ekki fyrr en eftir göngutúrinn að á þessum tíma eru hundar bannaðir en Píla var í bandi allan tímann svo ég held þetta hafi verið í lagi. Veit það bara næst að hún má ekki vera þarna yfir sumartímann.
En ég tók þessa mynd af henni og fannst hún heppnast vel fyrir utan smá fókus í andlitinu hennar en myndin engu að síður skemmtileg:)

föstudagur, 23. maí 2008

Nýja pullan :)

Smellti nokkrum myndum af henni Pílu litlu á "nýju" pullunni sinni núna rétt áðan. Ég keypti um daginn bara svona sessu á stól fyrir hana til að hafa á gólfinu þar sem henni finnst voða gott að vera. Var með einn stól stelpnanna en týmdi svo ekki að hún myndi skemma hann svo ég keypti bara svona sessu í IKEA sem virkar líka svona vel og hún hefur alveg tekið hana ástfóstri og liggur þarna alveg með það sem hún er að naga. Hér er það svona beinflaga sem henni finnst voða gott að naga :)




Smellið á myndirnar til að skoða þær því þær eru ekki nógu góðar svona litlar :)

sunnudagur, 11. maí 2008

Minnsta monsan á bænum :)

Meira úr göngutúrnum í gær :)

laugardagur, 10. maí 2008

Loksins út í göngutúr :)

Jæja, undanfarna daga hefur hún Píla ekki mikið komist út vegna prófa anna hjá húsmóðurinni. En þar sem það allt er búið var farið í góðan göngutúr áðan. Myndavélin var tekin með og nokkrum myndum smellt af henni. Eins og gefur að skilja er ekkert sérlega auðvelt að ná góðum myndum af hvolpi sem er á fullri ferð allan tímann en ég náði þó smá góðum skotum af henni :)
Hún er alltaf jafn yndisleg og gengur alveg svakalega vel. Við erum á biðlista hjá Ástu Dóru í Gallerý Voff til að komast á hvolpanámskeið. Komumst líklega að í lok júní en þá eru 3 mánuðir síðan ég fór á biðlistann og þá var mér sagt að biðlistinn væri ca 3 mánuðir.
En hér koma myndirnar ;)

Sætasta skvísan!!

Litla músin :)

Ein búin að finna eitthvað til að þefa á :)

Var svo bara að prufa að gera svona samsetta mynd :)
Bara til gamans :)

föstudagur, 2. maí 2008

Krúttíbollan :)

Hún Píla bara orðin 3 mánaða og búin að vera hjá okkur í rúman mánuð. Gengur rosa vel og hún er held ég bara rosa ánægð hjá okkur. Hún fríkkar með hverjum deginum og verður auðvitað skemmtilegri eftir því sem hún þroskast og það verður auðvitað þægilegra að þurfa ekki að fylgjast með henni alltaf! Hún er bara æðisleg :)
Hér er mynd af henni sem var tekin í gærkvöldi þegar við vorum að horfa á TV-ið og hún naut þess að naga eina beinflöguna :)

sunnudagur, 27. apríl 2008

Hvaleyrarvatn

Fórum í gær að Hvaleyrarvatni og Pílu litlu fannst það sko ekki leiðinlegt :)
Nokkrar myndir sem voru teknar af skvísunni :)







þriðjudagur, 22. apríl 2008

Ferðin til dýralæknisins

Það gekk rosalega vel að fara til hennar Hönnu dýralæknis í dag. Hún skoðaði Pílu vel og fannst hún voða fín. Allir sem komu inn heilluðust alveg af henni og sögðu hvað hún væri falleg og flott í andlitinu sérstaklega :) Voða gaman fyrir mig :)
Annars er eitthvað í öðru auganu hennar svo hún fékk eitthvað smyrsli sem þarf að bera á 2 á dag í 5-7 daga, vonandi bara dugar það :)

Annars er hún Hanna alveg ótrúleg. Við vorum bara eitthvað að spjalla og hún spurði mig hvort þetta væri fyrsti hundur og ég sagði henni það að ég hefði átt hund áður og þá sagðist hún kannast við mig. Ég sagði henni þá frá Feró mínum og hún mundi eftir honum þó það séu 6-7 ár síðan ég fór með hann til hennar. Alveg ótrúleg. En ég er svo ánægð með hana og var það þannig að ég ætla að halda mig hjá henni og láta hana sjá um Pílu litlu.

Píla var voða dugleg og er orðin 1,75 kíló :) Sem sagt stækkar og dafnar vel :)

Jömmí þetta er sko gott :)



Henni Pílu finnst þessar "beinflögur" voða góðar og getur dundað sér alveg við að naga þetta. Hér sést greinilega hvað henni finnst þetta gott :) En þó henni finnist þetta gott þá getur yngsti meðlimur fjölskyldunnar alveg tekið það af henni og án þess að hún sýni einhverja stæla. Kalla það bara gott hjá svona litlum hvolpi :)
Annars er Píla orðin 12 vikna og 1 dags gömul og fer í dag í seinni hvolpa sprautuna :) Þá fer að koma að því að það verði alveg óhætt að fara með hana þar sem aðrir hundar eru :) Gaman að því!!

miðvikudagur, 16. apríl 2008

Snúlla :)

Hún var að leika við krakkana í dag :) Settist svo í smá stund :)


Er þó í smá vandræðum, ef einhver reynd hundamanneskja kíkir hér við ;)
Hún Píla mín er svoldið mikið að nota tennurnar á krakkana mína. Er búin að vera að reyna að kenna henni að bíta laust en í dag "beit" hún eina stelpuna mína það fast að hún fór að gráta. Skellti tönnunum á hendina á henni og hélt. Mér fannst það ekki sniðugt og sagði "nei" við hana og setti hana svo í time-out inní búr.

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að fara að þessu því þau eru öll svo lítil að ég get ekki lagt það á þau að ala hundinn upp. Stelpurnar hafa fengið leyfi til að segja "nei" við hana ef hún er að gera eitthvað sem hún má ekki en þetta er ekkert að hætta.

Nú veit ég að hún er bara hvolpur og er að leika sér og ég held ég viti að þetta mun eldast af henni. Spurningin er bara hvenær svona ca. og hvað get ég gert til að hún minnki þetta eða amk bíti ekki svona fast. Veit að hún gerði þetta með systrum sínum í leik og lítur á krakkana mína sem leikfélaga og fattar eflaust ekki að húðin á þeim er MUN viðkvæmari en á hinum hvolpunum.

Anyway, kannski verður maður bara að bíða þar til hún verður eldri. Ég bara hef ekki verið með hvolp og lítil börn áður svo ég veit ekki alveg hvernig á að gera þetta.
Væri þakklát fyrir komment ef einhver hefur ;)

þriðjudagur, 15. apríl 2008

2 myndir fyrir áhugasama :)



Síðan hennar Pílu litlu

Ætla að setja hér af stað síðu fyrir hana Pílu okkar svo þeir sem hafi áhuga geti fylgst með henni og hvernig gengur með hana :) Hún er lítil papillon skvísa sem fæddist 28. janúar 2008 og kom til okkar þann 29. mars :) Við erum rosa glöð með hana og ánægð að hún skuli vera hjá okkur. Hún er nánast orðin húshrein, nær reyndar ekki að halda í sér alla nóttina en á daginn koma nánast ekki slys en það kemur þó fyrir.
Hér er svo mynd af henni og ég mun skrifa hér inn hvað er að gerast og setja inn myndir af henni :)
Njótið vel ;)