sunnudagur, 28. september 2008

Niðurstöður úr prófinu komnar :)

Þá er það komið, ég fékk 10 á skriflega lokaprófinu og Píla fékk 9,9 á hlýðniprófinu :)
Ekkert smá flott hjá okkur, hehe :)

Þannig að núna er það bara veturinn, kannski mætum við eitthvað á æfingar hjá Dobermann Ísland eða gerum eitthvað annað skemmtilegt. Mig langar að fara með hana í hundafimi en sjáum til hvernig það fer :) Hún verður reyndar að vera orðin 1 árs, sem er reyndar bara eftir akkurat 4 mánaða þar sem skvísan er 8 mánaða í dag og er á miðju lóðeríi :)

Annars er ég búin að vera á hundasýningu HRFÍ alla helgina og það er búið að vera hrikalega gaman. Svo flottir hundar þarna að maður er alveg gapandi nánast :)

En annars er gott að frétta af henni Pílu, hún er alltaf jafn dugleg, er reyndar ekki ennþá farin að láta vita þegar hún þarf út svo ég þarf að fylgjast vel með henni en það kemur vonandi þegar hún verður eldri að hún fari að reka á eftir okkur að koma og hleypa henni út. Ég amk held í vonina því það er frekar þreytandi þegar hún pissar inni þó það sé ekki oft. Reyndar missir hún alltaf eitthvað þegar við komum heim og klöppum henni. Þá leggst hún á bakið og mígur pínu, ferlega pirrandi en ég tengi það samt bara við lóðaríið. Vonandi breytist þetta aftur þegar hún verður hætt að lóða :)

Engin ummæli: