miðvikudagur, 17. september 2008

Píla gullverðlaunahafi :)

Við Píla kláruðum hundanámskeiðið í gærkvöldi sem við erum búnar að vera á síðustu 11 vikurnar (var sko frí í eitt skipti) en þetta voru 10 skipti. Gekk alveg rosalega vel og í gær var lokaprófið! Píla var prófuð í því að bíða sitjandi, standandi og liggjandi. Átti að bíða mislengi eftir því í hvaða stöðu hún var að bíða í. Litla skvísan stóð sig líka svona vel að það tókst allt í fyrsta skiptið. Svo átti hún að koma við innkall og labba við hæl. Hún gerði þetta allt eins og hún hefði aldrei gert annað og þegar ég var búin að taka krossaprófið þá fékk Píla verðlaunapening í verðlaun fyrir hvað hún stóð sig vel. Ásta Dóra veitir alltaf einum hundi í hverjum hópi viðurkenningu fyrir að standa sig vel og í okkar hópi var það hún Píla.



Við vorum að vonum voða stoltar og ánægðar með árangurinn og keyrðum glaðar heim :)
Hér kemur svo mynd af skvísunni með verðlaunapeninginn :)

Ég mæli 200% með henni Ástu Dóru í Gallerý voff, alveg snilldar námskeið sem var alveg ferlega skemmtilegt að vera á og fyrirlestrarnir voru mjög skemmtilegir og eftirminnilegir :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju litla GULLPRINSESSA.
Þú ert flott með gullpeninginn um hálsinn, en hann er svo þungur að þú drýpur eyrun litla dúlla.
Hlakka til að sjá þig næst...

kveðja
Sirrý Uppáhalds

Hrafnhildur sagði...

Frábær árangur, til hamingju!
Maður má alveg rifna úr monti yfir svona því það er ekki allra að ala upp góðan hund. Þú hefur þetta í þér :)
Kveðja úr Mos... Hrafnhildur