mánudagur, 11. ágúst 2008

Píla litla duglega!!

Verð bara að segja frá því hvað hún Píla er dugleg. Hérna heima er sú regla að þegar hún er ekki að fara út og þá í taumi má hún ekki fara fram á gang. Það hefur verið alveg síðan hún kom hingað. Hún hlíðir því alveg ótrúlega vel nema hvað að í dag þá þurfti ég að fara aðeins niður og skyldi hurðina eftir opna og Píla litla var náttúrulega inni. Ég stoppaði smá stund á hæðinni fyrir neðan og spjallaði en aldrei kom Píla. Þegar ég svo fór upp aftur sat mín ekki bara róleg í dyragættinni, inní íbúðinni og beið eftir mér :) Ég var svo ánægð með hana að hún skyldi ekki reyna að koma! Þvílík snúlla. Fékk mikið hrós fyrir þetta :)

Svo var ég úti með hana áðan að labba og prufaði innkallið 2x og það gekk eins og í sögu í bæði skiptin. Get ekki sagt annað en ég að sé pínu montin af henni :) Svo er það bara áframhald á námskeiðinu annað kvöld. Það er alveg ferlega skemmtilegt :)

Þar til næst....

föstudagur, 8. ágúst 2008

Píla skráð í dag hjá Hafnarfjarðarbæ :)

Það er bara nauðsynlegt að skrá þetta niður. Ég sem sagt fór í dag og skráði Pílu hjá Hafnarfjarðarbæ þar sem ég fékk síðustu undirskriftina hjá íbúunum hér í blokkinni. Ég efaðist um að þessi dagur myndi nokkurn tímann renna upp en í gær kláraðist þetta og ég gat loksins skráð skvísuna. Mér líður svo miklu betur núna að hafa þetta bara allt á hreinu að það er alveg ótrúlegt :)

En annars gengur alveg rosa vel með hana, hún er rosa stillt og hlýðir bara ágætlega myndi ég segja. Við erum búin með 4 skipti á námskeiðinu, var sko frí síðasta þriðjudag eftir verslunarmannahelgina. Svo er Píla búin að vera helling með okkur fyrir austan í sumar og það er voða gaman að fá að hlaupa þar um en svo er hún líka í búrinu sínu sem ég bara tek með og svo stundum bundin.

Skelli vonandi fljótlega inn nokkrum myndum af fyrirsætunni :) Hún bara fríkkar með hverjum deginum. Í gærkvöldi var ég úti að labba með hana og þá var einn maður sem stoppaði bílinn sinn og renndi rúðunni niður og sagði mér hvað hún væri nú fallegur hundur :) Ég veit ekkert hver þetta var en hann greinilega vildi endilega segja mér þetta :) Ekki leiðinlegt það sko :)

En já, vonandi fljótlega myndir, þegar ég er ekki alveg að sofna ;)
kv. Íris og Píla :)