Verð bara að segja frá því hvað hún Píla er dugleg. Hérna heima er sú regla að þegar hún er ekki að fara út og þá í taumi má hún ekki fara fram á gang. Það hefur verið alveg síðan hún kom hingað. Hún hlíðir því alveg ótrúlega vel nema hvað að í dag þá þurfti ég að fara aðeins niður og skyldi hurðina eftir opna og Píla litla var náttúrulega inni. Ég stoppaði smá stund á hæðinni fyrir neðan og spjallaði en aldrei kom Píla. Þegar ég svo fór upp aftur sat mín ekki bara róleg í dyragættinni, inní íbúðinni og beið eftir mér :) Ég var svo ánægð með hana að hún skyldi ekki reyna að koma! Þvílík snúlla. Fékk mikið hrós fyrir þetta :)
Svo var ég úti með hana áðan að labba og prufaði innkallið 2x og það gekk eins og í sögu í bæði skiptin. Get ekki sagt annað en ég að sé pínu montin af henni :) Svo er það bara áframhald á námskeiðinu annað kvöld. Það er alveg ferlega skemmtilegt :)
Þar til næst....
mánudagur, 11. ágúst 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sæl:) skemmtinlegt blogg og flott síða. Ég á einmitt litla papillon tík sem er rétt um 6mánaða og hún á sér einmitt blogg líka.
Kv. Diljá
www.papillon.bloggar.is
Skrifa ummæli