sunnudagur, 27. apríl 2008

Hvaleyrarvatn

Fórum í gær að Hvaleyrarvatni og Pílu litlu fannst það sko ekki leiðinlegt :)
Nokkrar myndir sem voru teknar af skvísunni :)







þriðjudagur, 22. apríl 2008

Ferðin til dýralæknisins

Það gekk rosalega vel að fara til hennar Hönnu dýralæknis í dag. Hún skoðaði Pílu vel og fannst hún voða fín. Allir sem komu inn heilluðust alveg af henni og sögðu hvað hún væri falleg og flott í andlitinu sérstaklega :) Voða gaman fyrir mig :)
Annars er eitthvað í öðru auganu hennar svo hún fékk eitthvað smyrsli sem þarf að bera á 2 á dag í 5-7 daga, vonandi bara dugar það :)

Annars er hún Hanna alveg ótrúleg. Við vorum bara eitthvað að spjalla og hún spurði mig hvort þetta væri fyrsti hundur og ég sagði henni það að ég hefði átt hund áður og þá sagðist hún kannast við mig. Ég sagði henni þá frá Feró mínum og hún mundi eftir honum þó það séu 6-7 ár síðan ég fór með hann til hennar. Alveg ótrúleg. En ég er svo ánægð með hana og var það þannig að ég ætla að halda mig hjá henni og láta hana sjá um Pílu litlu.

Píla var voða dugleg og er orðin 1,75 kíló :) Sem sagt stækkar og dafnar vel :)

Jömmí þetta er sko gott :)



Henni Pílu finnst þessar "beinflögur" voða góðar og getur dundað sér alveg við að naga þetta. Hér sést greinilega hvað henni finnst þetta gott :) En þó henni finnist þetta gott þá getur yngsti meðlimur fjölskyldunnar alveg tekið það af henni og án þess að hún sýni einhverja stæla. Kalla það bara gott hjá svona litlum hvolpi :)
Annars er Píla orðin 12 vikna og 1 dags gömul og fer í dag í seinni hvolpa sprautuna :) Þá fer að koma að því að það verði alveg óhætt að fara með hana þar sem aðrir hundar eru :) Gaman að því!!

miðvikudagur, 16. apríl 2008

Snúlla :)

Hún var að leika við krakkana í dag :) Settist svo í smá stund :)


Er þó í smá vandræðum, ef einhver reynd hundamanneskja kíkir hér við ;)
Hún Píla mín er svoldið mikið að nota tennurnar á krakkana mína. Er búin að vera að reyna að kenna henni að bíta laust en í dag "beit" hún eina stelpuna mína það fast að hún fór að gráta. Skellti tönnunum á hendina á henni og hélt. Mér fannst það ekki sniðugt og sagði "nei" við hana og setti hana svo í time-out inní búr.

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að fara að þessu því þau eru öll svo lítil að ég get ekki lagt það á þau að ala hundinn upp. Stelpurnar hafa fengið leyfi til að segja "nei" við hana ef hún er að gera eitthvað sem hún má ekki en þetta er ekkert að hætta.

Nú veit ég að hún er bara hvolpur og er að leika sér og ég held ég viti að þetta mun eldast af henni. Spurningin er bara hvenær svona ca. og hvað get ég gert til að hún minnki þetta eða amk bíti ekki svona fast. Veit að hún gerði þetta með systrum sínum í leik og lítur á krakkana mína sem leikfélaga og fattar eflaust ekki að húðin á þeim er MUN viðkvæmari en á hinum hvolpunum.

Anyway, kannski verður maður bara að bíða þar til hún verður eldri. Ég bara hef ekki verið með hvolp og lítil börn áður svo ég veit ekki alveg hvernig á að gera þetta.
Væri þakklát fyrir komment ef einhver hefur ;)

þriðjudagur, 15. apríl 2008

2 myndir fyrir áhugasama :)



Síðan hennar Pílu litlu

Ætla að setja hér af stað síðu fyrir hana Pílu okkar svo þeir sem hafi áhuga geti fylgst með henni og hvernig gengur með hana :) Hún er lítil papillon skvísa sem fæddist 28. janúar 2008 og kom til okkar þann 29. mars :) Við erum rosa glöð með hana og ánægð að hún skuli vera hjá okkur. Hún er nánast orðin húshrein, nær reyndar ekki að halda í sér alla nóttina en á daginn koma nánast ekki slys en það kemur þó fyrir.
Hér er svo mynd af henni og ég mun skrifa hér inn hvað er að gerast og setja inn myndir af henni :)
Njótið vel ;)