þriðjudagur, 22. apríl 2008

Ferðin til dýralæknisins

Það gekk rosalega vel að fara til hennar Hönnu dýralæknis í dag. Hún skoðaði Pílu vel og fannst hún voða fín. Allir sem komu inn heilluðust alveg af henni og sögðu hvað hún væri falleg og flott í andlitinu sérstaklega :) Voða gaman fyrir mig :)
Annars er eitthvað í öðru auganu hennar svo hún fékk eitthvað smyrsli sem þarf að bera á 2 á dag í 5-7 daga, vonandi bara dugar það :)

Annars er hún Hanna alveg ótrúleg. Við vorum bara eitthvað að spjalla og hún spurði mig hvort þetta væri fyrsti hundur og ég sagði henni það að ég hefði átt hund áður og þá sagðist hún kannast við mig. Ég sagði henni þá frá Feró mínum og hún mundi eftir honum þó það séu 6-7 ár síðan ég fór með hann til hennar. Alveg ótrúleg. En ég er svo ánægð með hana og var það þannig að ég ætla að halda mig hjá henni og láta hana sjá um Pílu litlu.

Píla var voða dugleg og er orðin 1,75 kíló :) Sem sagt stækkar og dafnar vel :)

Engin ummæli: