þriðjudagur, 22. apríl 2008

Jömmí þetta er sko gott :)



Henni Pílu finnst þessar "beinflögur" voða góðar og getur dundað sér alveg við að naga þetta. Hér sést greinilega hvað henni finnst þetta gott :) En þó henni finnist þetta gott þá getur yngsti meðlimur fjölskyldunnar alveg tekið það af henni og án þess að hún sýni einhverja stæla. Kalla það bara gott hjá svona litlum hvolpi :)
Annars er Píla orðin 12 vikna og 1 dags gömul og fer í dag í seinni hvolpa sprautuna :) Þá fer að koma að því að það verði alveg óhætt að fara með hana þar sem aðrir hundar eru :) Gaman að því!!

1 ummæli:

Unknown sagði...

Sæl Kjúts
Hún Píla þín er mjög fallegur hundur.
Það er gaman að sjá hvað dökki liturinn við vinstra augað er að koma betur í ljós.
Þetta "bein" sem hún er að naga er mjög gott fyrir tennurnar og sérstaklega þegar hún fer að skipta úr hvolpatönnum í fullorðins.
Gangi þér vel með hana og ég hlakka til að SJÁ hana.
Þín Uppáhalds
Sirrý litla