miðvikudagur, 16. apríl 2008

Snúlla :)

Hún var að leika við krakkana í dag :) Settist svo í smá stund :)


Er þó í smá vandræðum, ef einhver reynd hundamanneskja kíkir hér við ;)
Hún Píla mín er svoldið mikið að nota tennurnar á krakkana mína. Er búin að vera að reyna að kenna henni að bíta laust en í dag "beit" hún eina stelpuna mína það fast að hún fór að gráta. Skellti tönnunum á hendina á henni og hélt. Mér fannst það ekki sniðugt og sagði "nei" við hana og setti hana svo í time-out inní búr.

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að fara að þessu því þau eru öll svo lítil að ég get ekki lagt það á þau að ala hundinn upp. Stelpurnar hafa fengið leyfi til að segja "nei" við hana ef hún er að gera eitthvað sem hún má ekki en þetta er ekkert að hætta.

Nú veit ég að hún er bara hvolpur og er að leika sér og ég held ég viti að þetta mun eldast af henni. Spurningin er bara hvenær svona ca. og hvað get ég gert til að hún minnki þetta eða amk bíti ekki svona fast. Veit að hún gerði þetta með systrum sínum í leik og lítur á krakkana mína sem leikfélaga og fattar eflaust ekki að húðin á þeim er MUN viðkvæmari en á hinum hvolpunum.

Anyway, kannski verður maður bara að bíða þar til hún verður eldri. Ég bara hef ekki verið með hvolp og lítil börn áður svo ég veit ekki alveg hvernig á að gera þetta.
Væri þakklát fyrir komment ef einhver hefur ;)

Engin ummæli: