þriðjudagur, 15. júlí 2008

Grunnnámskeið :)

Þá er Píla litla byrjuð á námskeiði. Þegar við fengum hana 2 mánaða gamla, hringdi ég nánast strax og pantaði námskeið hjá henni Ástu Dóru í Gallerý Voff :) Svo í þar síðustu viku fékk ég sms um að nú væri komið að okkur og við gætum byrjað. Síðasta þriðjudag fórum við svo í fyrsta skiptið og í kvöld var annað skiptið. Verð bara að segja að þetta er hin mesta snilld! Ég er svo ánægð með hana Ástu Dóru, tekur vel á þessu, kennir manni vel og svo í bóklegu tímunum er hún svo mikil snilld, sýnir manni nákvæmlega hvernig hundarnir hugsa og leikræn tjáning hennar er algjört æði! Pílu gengur svona ágætlega. Ég hef notað síðustu viku ágætlega vel til að æfa hana í skipunum að setjast, leggjast og fara aftur upp í sitjandi stöðu. Hún er mjög treg að leggjast og enn tregari við að setjast upp aftur. En ég veit þetta kemur með æfingunni. Við æfðum innkallið í kvöld og það gekk bara fínt. Ég hef verið ágætlega dugleg við að sleppa Pílu lausri og kalla á hana reglulega og klappa henni fyrir að koma og svo sleppa henni aftur.

En jæja, bara smá fréttir. Hins vegar er Píla búin að vera svoldið með okkur í sveitinni sem er bara gaman að hafa hana þar. Reyndar má hún ekki vera laus en ég hef bara sleppt henni í smá stund til að leyfa henni að hlaupa en svo er hún í taum. Skelli inn smá myndum af skvísunni fyrir þá sem hafa áhuga ;)