fimmtudagur, 29. maí 2008

Heiðmörk í gær :)

Við skruppum fjölskyldan í Heiðmörk í gær sem var alveg ofsalega gaman! Veðrið var alveg yndislegt og við löbbuðum helling um svæðið. Sáum reyndar ekki fyrr en eftir göngutúrinn að á þessum tíma eru hundar bannaðir en Píla var í bandi allan tímann svo ég held þetta hafi verið í lagi. Veit það bara næst að hún má ekki vera þarna yfir sumartímann.
En ég tók þessa mynd af henni og fannst hún heppnast vel fyrir utan smá fókus í andlitinu hennar en myndin engu að síður skemmtileg:)

föstudagur, 23. maí 2008

Nýja pullan :)

Smellti nokkrum myndum af henni Pílu litlu á "nýju" pullunni sinni núna rétt áðan. Ég keypti um daginn bara svona sessu á stól fyrir hana til að hafa á gólfinu þar sem henni finnst voða gott að vera. Var með einn stól stelpnanna en týmdi svo ekki að hún myndi skemma hann svo ég keypti bara svona sessu í IKEA sem virkar líka svona vel og hún hefur alveg tekið hana ástfóstri og liggur þarna alveg með það sem hún er að naga. Hér er það svona beinflaga sem henni finnst voða gott að naga :)




Smellið á myndirnar til að skoða þær því þær eru ekki nógu góðar svona litlar :)

sunnudagur, 11. maí 2008

Minnsta monsan á bænum :)

Meira úr göngutúrnum í gær :)

laugardagur, 10. maí 2008

Loksins út í göngutúr :)

Jæja, undanfarna daga hefur hún Píla ekki mikið komist út vegna prófa anna hjá húsmóðurinni. En þar sem það allt er búið var farið í góðan göngutúr áðan. Myndavélin var tekin með og nokkrum myndum smellt af henni. Eins og gefur að skilja er ekkert sérlega auðvelt að ná góðum myndum af hvolpi sem er á fullri ferð allan tímann en ég náði þó smá góðum skotum af henni :)
Hún er alltaf jafn yndisleg og gengur alveg svakalega vel. Við erum á biðlista hjá Ástu Dóru í Gallerý Voff til að komast á hvolpanámskeið. Komumst líklega að í lok júní en þá eru 3 mánuðir síðan ég fór á biðlistann og þá var mér sagt að biðlistinn væri ca 3 mánuðir.
En hér koma myndirnar ;)

Sætasta skvísan!!

Litla músin :)

Ein búin að finna eitthvað til að þefa á :)

Var svo bara að prufa að gera svona samsetta mynd :)
Bara til gamans :)

föstudagur, 2. maí 2008

Krúttíbollan :)

Hún Píla bara orðin 3 mánaða og búin að vera hjá okkur í rúman mánuð. Gengur rosa vel og hún er held ég bara rosa ánægð hjá okkur. Hún fríkkar með hverjum deginum og verður auðvitað skemmtilegri eftir því sem hún þroskast og það verður auðvitað þægilegra að þurfa ekki að fylgjast með henni alltaf! Hún er bara æðisleg :)
Hér er mynd af henni sem var tekin í gærkvöldi þegar við vorum að horfa á TV-ið og hún naut þess að naga eina beinflöguna :)