miðvikudagur, 4. júní 2008

Langur göngutúr!

Í gær fór Píla í frekar langan göngutúr. Við ákváðum að nýta góða veðrið og rölta niður í bæ og kíkja á endurnar á tjörninni hér í Hafnarfirði. Pílu fannst nú ekki leiðinlegt að rölta en var orðin svoldið þreytt þegar við vorum komin niður í bæ svo hún skoppaði bara undir vagninn og sat þar og fylgdist með :) Þegar við vorum komin að tjörninni var maður sem bara varð að koma því á framfæri hvað hún væri falleg og spurði hvort þetta væri stelpa eða strákur. Píla litla hefði þó helst viljað fá að hoppa út í tjörnina en hún fékk það ekki :) Var ekki alveg á því að vera með hana alveg rennandi blauta og hvað þá af tjarnarvatni, ekki geðslegasta vatn í heimi!

Annars gengur fínt með hana. Hún er alveg yndisleg og skemmtileg en hún er náttúrulega bara hvolpur svo það þarf að kenna henni ýmislegt og einnig að kenna öllum börnunum að umgangast hana rétt. Þetta verður rosa gott þegar hún verður fullorðin og börnin eldast líka :)

Annars tók ég bara enga mynd af skvísunni í gær svo það kemur ekki mynd núna en þegar ég er búin að kenna henni "kyrr" þá fer ég að smella meira af henni!

Engin ummæli: