Jæja, undanfarna daga hefur hún Píla ekki mikið komist út vegna prófa anna hjá húsmóðurinni. En þar sem það allt er búið var farið í góðan göngutúr áðan. Myndavélin var tekin með og nokkrum myndum smellt af henni. Eins og gefur að skilja er ekkert sérlega auðvelt að ná góðum myndum af hvolpi sem er á fullri ferð allan tímann en ég náði þó smá góðum skotum af henni :)
Hún er alltaf jafn yndisleg og gengur alveg svakalega vel. Við erum á biðlista hjá Ástu Dóru í Gallerý Voff til að komast á hvolpanámskeið. Komumst líklega að í lok júní en þá eru 3 mánuðir síðan ég fór á biðlistann og þá var mér sagt að biðlistinn væri ca 3 mánuðir.
En hér koma myndirnar ;)
Sætasta skvísan!!
Litla músin :)
Ein búin að finna eitthvað til að þefa á :)
Var svo bara að prufa að gera svona samsetta mynd :)
Bara til gamans :)